Ekki tapa ljósmyndunum!

Það er rétt að taka það fram að ég er dálítið klikkaður (eða ofsóknarbrjálaður) þegar kemur að geymslu ljósmynda. En það er góð ástæða.

Fyrir 30 árum þá geymdu allir ljósmyndir á pappír, í möppum og það voru í raun bara þrír hlutir sem gátu skemmt myndir. Í fyrsta lagi voru það lítil börn (eins og undirritaður) sem ákváðu að teikna á myndirnar, klippa þær eða skemma. Í öðru lagi var það tími, með tímanum skemmast myndir og aflitast. Í síðasta lagi er það húsbruni. Þar sem fyrri tvö vandamálin er hægt að lagfæra með endurprentun frá filmu þá var raunveruleg hætta bara húsbruni sem er ekki nægjanlega algengur til að almenningur gerði sérstakar ráðstafanir.

Í dag geyma allir myndir á hörðum diskum. Það er staðreynd að helmingunartími harðra diska er sirka 5-6 ár (Ég mæli með þessari ritgerð frá Google þar sem þeir rannsökuðu hundruð þúsunda harðra diska og líftíma þeirra í gagnaverum sínum). Niðurstaða þeirra er að srika 50% af hörðum diskum hafa bilað á einn eða annan hátt (ekki endilega algert gagnatap) eftir 5 ár.

Google rannsakaði bara harða diska í kjöraðstæðum (reyndar undir miklu álagi, en samt í kjör hita, raka og engum hristingi). Bætum ofan á þetta bilanatíðni vegna þess að einhver missir ferðatölvuna, tölvunni er stolið eða húsbruna… og helmingunartími er mun styttri.

Í stuttu máli – þú munt tapa ljósmyndum ef það er ekkert afrit.

Backup!

Þetta er lýsing á því hvernig ég set upp backup kerfið mitt, en ég mæli ekkert endilega með að allir séu með belti, axlabönd og auka buxur.. Það er nóg að velja eina (helst tvær :-) af þessum leiðum.

Ég er með yfir 40.000 ljósmyndir, og stór hluti þeirra er í bæði RAW formati og JPG þannig að heildar skráarfjöldi er mun hærri. Þetta þýðir að gagnasafnið er um 350GB og tæplega 100GB eru JPG (myndir sem hafa fengið eina stjörnu eða hærra)

1. Utanáliggjandi harður diskur.

Á hverri nóttu tek ég backup af öllu sem er á tölvunni, skrám, ljósmyndum (RAW og JPG myndum). Þetta er sett á utanáliggjandi harðan disk með forritinu Genie Soft backup sem hefur mikinn sveigjanleika. En ég mæli líka með backupinu sem kemur með Windows 7.
Forrit:
- Genie Soft backup ($50-$80 eftir útgáfu)
- Windows 7 backup
- Aðrar lausnir

2. Sync / afritun á aðrar tölvur

Þetta er fídus sem flestir líta framhjá, en er einstaklega þægilegur og ég mæli sterklega með. Sjálfvirk afritun á öllum skrám beint á aðra tölvu. Með sync þá tengi ég saman tvær borðtölvur heima, eina borðtölvu í vinnunni, ferðatölvuna mína og ferðatölvuna hennar Ernu. Með þessu þá er allt í lagi þó ein tölva skemmist eða týnist – allar hinar eru með afrit af skránum.
Skemmtilegasti eiginleiki sync er að allar tölvunar eru með sama ljósmyndasafnið. Ég get bætt við myndum á hvaða tölvu sem er, og nýju myndirnar færast á allar hinar sjálfkrafa.
Forrit:
- Windows Live Sync (ókeypis)
- SugarSync (ódýrasta útgáfa á $4.99 á mánuði)

3. Online backup

Þetta er tiltölulega nýtt af nálinni, en til lengri tíma mun líklega koma í staðin fyrir möguleika 1 að ofan. Ég ákveð hins vegar að gera bæði 1 og 3 út af stærð gagnasafnsins. Það eru bara JPG myndirnar sem fara online backup. Í mínu tilfelli eru þetta sirka 100GB, en stækkar ekki nema 2GB á mánuði þannig að það er í góðu lagi.
Forrit:
- Mozy (mæli með þessu, ótakmarkað pláss $4.95 á mánuði) 
- Carbonite (ótakmarkað pláss = $4.60 /mánuði.. lágmark 12 mánuðir)
- iDrive (ókeypis fyrir 2GB, 150GB = $4.95/mánuði)
- Dropbox (ókeypis fyrir 2GB, 50GB = 9.99/mánuði)

4. Myndasíður

Ef allt þetta skyldi klikka þá er alltaf SmugMug til að bjarga mér. Setjið myndirnar á Facebook, Windows Live, Smugmug, Google (Picasa Web Albums), Flickr, Fotki eða einhverja aðra þjónustu.  Windows Live Photo Gallery er með góða tengingu við Facebook og til viðbótar eru ókeypis 25GB af geymsluplássi hjá Windows Live. Picasa er með beintengingu við eigin þjónustu sem hefur ókeypis 1GB af gleymsluplássi (en það er hægt að kaupa meira pláss). Bæði Windows Live og Picasa hafa mjög einfalda leið til að hlaða upp myndum.

En stundum gleymir maður að uploada nýjustu myndunum, og það er ekkert augljóst hvernig á fela myndir (maður vill ekki sýna öllum heiminum allar myndirnar sínar). Þess vegna mæli ég með að nota amk einn af möguleikum 1-3 til viðbótar við nr. 4.

Drífðu þig… harði diskurinn gæti eyðilagst í nótt!

About these ads

5 Responses to Ekki tapa ljósmyndunum!

 1. ég tók þig á orðinu og henti backuppi yfir á annan disk hjá mér :)

  Reyndar geri ég eitt líka (sem ég held þú hafir ekki minnst á) ég geri bækur.. fer á http://www.blurb.com, tek svona 2 ár í einu (stundu meira :/) og læt gera bók. Það er svo gaman að setjast upp í sófa með bók og skoða myndir :)

  Sem minnir mig á það, að ég á enþá eftir að gera bók fyrir 2008 og 2009! Takk fyrir að minna mig á það!

  Æm ON iT!

  Bið að heilsa :)

 2. Solla says:

  Já Hjalti, fínt að fá áminningu svona í morgunsárið. Núna á meðan ég rita þessi orð er ég að taka backup af tölvunni minni yfir á harðan disk.

  Ég var einmitt að segja við Gunna um daginn að við þyrftum að finna góðan felustað fyrir harða diskinn því ef það verður brotist inn verður örugglega báðum tölvunum stolið og harða diskinum.

  Til að vera ennþá meira dugleg ætla ég að setja inn myndir á netið (allt skemmtilegra en að taka til í eldhúsinu eina ferðina enn).

  Frábært að sjá nýja færslu inni á spliffdonk ég hef saknað ykkar.

  Hlakka mikið til að sjá ykkur í sumar.

 3. Grímur says:

  Ég er með tvo harða diska í gagnabjörgunarprósess (síðustu ca 11 ár af gögnum) og utanáliggjandi harði diskurinn minn – sem allt annað efni er á – virkar ekki. Annar diskurinn í gagnabjörguninni týndist hjá gagnabjörgunarfyrirtækinu. Þannig að við erum nokkurn veginn á svipuðu róli með þetta, sýnist mér.

 4. Jói Sigurðsson says:

  Takk fyrir fína grein og áminningu.

  Bæti við tveimur aðferðum sem ég nota:

  - http://www.JungleDisk.com er ágæt aðferð við #3, forritið sér um sjálfvirka afritun og þú ert með ótakmarkað geymslupláss á Amazon S3 en þú borgar fyrir notkun, ekki fast gjald (ég var í ca. $2 á mánuði þangað til við fengum okkur nýja SLR vél sem tekur miklu stærri myndir, núna ca. $5 á mánuði).

  - Sem tilbrigði við #1, er ágætt að eiga annan utanáliggjandi harðan disk sem maður geymir t.d. í vinnunni eða hjá fjölskyldumeðlimi, og kemur með heim á t.d. 2ja mánaða fresti til að afrita allar myndir. Með þessu er hægt að létta á online afritinu,

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

Follow

Get every new post delivered to your Inbox.

%d bloggers like this: